Margir telja eflaust að grænmetisskúffan sé hönnuð til að halda grænmetinu fersku lengur en ef það er sett annars staðar í ísskápinn. En það er ekki þannig og því getur grænmetið orðið „slappt“ þótt það sé í skúffunni.
En miðað við það sem kemur fram í myndbandi, sem nýtur mikilla vinsælda á TikTok þessa dagana, þá er hægt að nota álpappír til að hindra þetta. Ef kálhaus er pakkað inn í álpappír verður hann hvorki „slappur“ né brúnn og getur haldist ferskur í mjög langan tíma.
Ef kálhausinn er orðinn slappur þegar á að nota hann er hægt að fríska upp á hann með því að dýfa honum í ískalt vatn.