Skipinu, sem heitir Montevideo Maru, var sökkt þann 1. júlí 1942 af bandarískum kafbát undan ströndum Filippseyja.
Það voru Silentworld Foundation, sem eru samtök fornleifafræðinga sem leita að fornminjum á sjávarbotni, sem tilkynntu á laugardaginn að þau hefðu fundið flakið.
Talið er að 979 ástralskir ríkisborgarar hafi farist með skipinu. Þar af voru 850 hermenn. Talið er að 1.060 stríðsfangar hafi verið um borð og voru þeir frá 13 löndum.
Flak skipsins liggur á fjögurra kílómetra dýpi.
Leit að skipinu hófst þann 6. apríl og eftir 12 daga leit tókst að staðsetja það með aðstoð hátæknibúnaðar. Vísindamennirnir notuðust meðal annars við sjálfstýrðan kafbát með sónartækjum.