fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fundu flak skips sem var sökkt fyrir mistök í síðari heimsstyrjöldinni

Pressan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 06:50

Montevideo Maru. Mynd:Australina War Memorial

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið flak japansks flutningaskips sem var sökkt af bandarískum kafbát í síðari heimsstyrjöldinni. Áhöfn kafbátsins vissi ekki að um 1.000 ástralskir stríðsfangar voru um borð í skipinu.

Skipinu, sem heitir Montevideo Maru, var sökkt þann 1. júlí 1942 af bandarískum kafbát undan ströndum Filippseyja.

Það voru Silentworld Foundation, sem eru samtök fornleifafræðinga sem leita að fornminjum á sjávarbotni, sem tilkynntu á laugardaginn að þau hefðu fundið flakið.

Talið er að 979 ástralskir ríkisborgarar hafi farist með skipinu. Þar af voru 850 hermenn. Talið er að 1.060 stríðsfangar hafi verið um borð og voru þeir frá 13 löndum.

Flak skipsins liggur á fjögurra kílómetra dýpi.

Leit að skipinu hófst þann 6. apríl og eftir 12 daga leit tókst að staðsetja það með aðstoð hátæknibúnaðar. Vísindamennirnir notuðust meðal annars við sjálfstýrðan kafbát með sónartækjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin