fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dæmd í 21 árs fangelsi fyrir morðtilraun með eitraðri ostaköku – Öskureið út í dómarann

Pressan
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 22:00

Glæsileg ostakaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoria Nasyrova, 47 ára, var nýlega dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að hafa reynt að myrða vinkonu sína, sem er nauðalík henni, með því að gefa henni eitraða ostaköku. Ætlun hennar var að komast yfir persónuskilríki vinkonunnar og þykjast vera hún.

Nasyrova, sem er rússnesk, var vægast sagt ósátt við dómarann og lét svívirðingum rigna yfir hann þegar hann hafði kveðið dóminn upp í hæstarétti í New YorkNew York Post skýrir frá þessu.

Morðtilraunin átti sér stað 2016. Það var Olga Tsvyk sem hún ætlaði að ryðja úr vegi. CBS News hefur eftir henni að Nasyrova hafi átt auðvelt með að vinna sér traust fólks og að stela og reyna að drepa.

Sumarið 2016 fór Nasyrova heim til Tsvyk og hafði ostaköku meðferðis. Hún bauð Tsvyk sneið, sem búið var að dæla öflugu deyfilyfi í, eftir að hafa sjálf borðað tvær sneiðar, sem voru lausar við deyfilyfið.

Tsvyk sagðist hafa veikst um 20 mínútum eftir að hafa borðað kökuna. Hún fór þá og lagðist út af og lá þar til næsta dag þegar vinur hennar fann hana meðvitundarlausa. Var búið að dreifa lyfjum í kringum hana. Með því átti að láta líta út fyrir að Tsvyk hefði tekið eigið líf.

Hún var flutt á sjúkrahús og náði sér að fullu. Þegar hún fór aftur heim áttaði hún sig á að vegabréf hennar og atvinnuleyfi voru horfin auk gullhrings og annarra verðmæta.

Á þessum tíma voru hún og Nasyrova ekki ólíkar í útliti og báðar rússneskumælandi.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Nasyrova komst í kast við lögin því hún er eftirlýst í Rússlandi fyrir morð á 54 ára nágranna hennar 2014. Hún flúði til New York eftir að hún var sökuð um að hafa myrt nágrannann og stolið peningunum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Í gær

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“