fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Birta fyrstu myndirnar af manninum sem vann einn stærsta lottóvinning sögunnar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 09:26

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann brosti út að eyrum – skiljanlega kannski – þegar hann gekk út úr útibúi Chase-bankans í Kaliforníu í gær.

Edwin Castro, þrítugur Bandaríkjamaður, varð fyrir skemmstu margfaldur milljarðamæringur á einni nóttu þegar hann vann einn stærsta lottóvinning sögunnar.

Castro var með allar tölurnar réttar í Powerball-lottóinu í nóvember síðastliðnum og fékk í sinn hlut tvo milljarða Bandaríkjadala, 270 milljarða króna. Upphæðin lækkaði að vísu nokkuð eftir að hann ákvað að fá alla upphæðina greidda út í einu en hún var samt vel yfir hundrað milljarðar króna.

New York Post birti fyrstu myndirnar af kappanum í morgun en á þeim má sjá hann ganga út úr Chase-bankanum með þykkt peningaumslag. Öryggisverðir fylgdu honum hvert fótmál. Castro var klæddur í gráa Under Armour-íþróttapeysu og joggingbuxur.

Castro er þegar byrjaður að spreða vinningsfénu en hann er búinn að kaupa sér tvö glæsihús í Kaliforníu. Annars vegar er um að ræða risastóra villu í Hollywood Hills sem kostaði 25,5 milljónir dollara og hins vegar 4 milljóna dollara villu í Altadena með útsýni yfir San Gabriel-fjöll.

Castro er einmitt uppalinn í Altadena og bjó í lítilli tveggja herbergja íbúð þar þegar hann datt í lukkupottinn í nóvember síðastliðnum.

Skjáskot New York Post
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“