fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Maðurinn sem rændi Filippu kærður fyrir morðið á Emilie Meng – Skoða möguleg tengsl við fleiri óupplýst mál

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 10:15

Korsørmaðurinn og Emilie Meng.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku vegna ránsins á hinni þrettán ára gömlu Filippu hefur verið kærður fyrir morðið á Emilie Meng sumarið 2016.

Danskir fjölmiðlar greina frá þessu en lögregla boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem þetta kom fram.

Maðurinn sem um ræðir er 32 ára en hann nam Filippu á brott um þar síðustu helgi þegar stúlkan var að bera út blöð. Hún fannst á lífi daginn eftir og er maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur í dönsku pressunni, grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað.

Strax í kjölfar mannránsins á Filippu vaknaði grunur um að maðurinn hefði átt aðild að hvarfi Emilie Meng í júlí 2016. Hún var numin á brott í bænum Korsør sem er ekki langt frá staðnum sem Filippa var á þegar hún hvarf. Emilie fannst látin á aðfangadag 2016 í vatni við Borup og náðist morðinginn aldrei – ekki fyrr en mögulega núna.

Ekstra Bladet greindi frá því á mánudag að maðurinn hefði verið yfirheyrður á sínum tíma vegna hvarfsins á Emilie.

Á þeim tíma átti maðurinn silfurlitaða Hyundai i30-bifreið sem líktist mjög bifreið sem sást á upptöku eftirlitsmyndavélar á lestarstöð í Korsør nóttina sem Emilie hvarf.

Ekstra Bladet greinir frá því að lögregla hafi nú kært manninn fyrir morðið á Emilie. Þá hefur hann einnig verið kærður fyrir nauðgunartilraun í Sorø í nóvember. Otaði hann hníf að fórnarlambi sínu sem barðist svo hraustlega á móti að hann flúði. Þá segist lögregla rannsaka möguleg tengsl við fleiri álíka mál um allt land.

Á fundinum kom fram að alls hefðu 1.450 DNA-sýni verið tekin í Meng-málinu og virðist lögregla því hafa vel rökstuddan grun um aðild mannsina að morðinu á henni.

DV greindi svo frá því í gær að sérfræðingar hjá lögreglu hefðu bankað upp á hjá fjölskyldu einni í Slóvakíu til að leggja hald á bíl hennar, Hyundai i30 sem stóð í innkeyrslunni. Var það gert að beiðni dönsku lögreglunnar en bíllinn er einmitt sami bíll og maðurinn átti á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?