Hann lést árið 1991. Hann skildi eftir sig fjölda listaverka í Amiga 500 tölvunni sinni en þau gerði hann með Deluxe Paint forritinu.
Tölvan stóð og safnaði ryki árum saman eftir andlát hans á heimili fjölskyldunnar í Chaddesden í Derby. Fjölskyldan hafði áður reynt að gefa tölvuna en var sagt að enginn vildi svona verðlausa tölvu. Mirror skýrir frá þessu.
En allt breyttist þegar systir Richard, Tamsin, sá að auglýst var eftir tölvum fyrir nýtt tölvusafn í miðborg Derby. Hún gaf safninu, sem heitir Derby Computer Museum, tölvuna. Rob Watson, stofnanda safnsins tókst að afrita gögnin í tölvunni.
Áður en safnið var opnað fyrir almenningi bauð Watson fjölskyldu Richard í heimsókn og sýndi henni að hluti af safninu var tileinkaður Richard. Þar er tölvan hans og veggspjald sem segir sögu hans. Einnig veggspjöld sem hann safnaði á stuttri ævi sinni.
Jen, móðir hans, sagði við þetta tækifæri: „Tölvurnar voru það síðasta uppi á lofti. Við vissum ekki hvað við áttum að gera við þær. Þetta var frábært. Það var gott að gefa einhverjum þær í stað þess að henda þeim. Það yljar manni um hjartaræturnar að sjá þetta hérna. Þetta kom mér á óvart og að sjá það sem er tileinkað honum fékk mig samstundis til að gráta. Þetta er frábært.“