Þetta var gert í kjölfar kvörtunar frá samtökum kampavínsframleiðenda sem sögðu að aðeins megi nota orðið „kampavín“ yfir flöskum með freyðandi víni sem er framleitt með hefðbundnum aðferðum í Champagne í Frakklandi. Töldu samtökin að merkingin bryti gegn hinu verndaða vöruheiti „Champagne“.
Aðeins er hægt að framleiða raunverulegt „Champagne“ með Chardonnay, Pinot Noir og Pinot Meunier vínberjum.
Miller High Life kom á markaðinn 1903. Á vefsíðu framleiðandans kemur fram að byrjaði hafi verið að nota slagorðið „The Champagne of Bottle Beer“ 1906 en það var stytt í „The Champagne of Beers“ 1969.
Bjórinn átti að fara til Þýskalands en belgískir tollverðir lögðu hald á hann á hafnarsvæðinu í Anterwerpen í febrúar.