Þessi uppsagnahrina mun ná til ESPN, afþreyingardeildarinnar, skemmtigarða og fleiri eininga.
CNN segir að stefnt sé að því að spara 5,5 milljarða dollara með þeim aðgerðum sem nú er gripið til.
Fjölda manns var sagt upp störfum í síðasta mánuði og nú bætist við þann hóp.
Ekki er reiknað með að uppsagnirnar muni hafa áhrif starfsemi skemmtigarða fyrirtækisins. Reiknað er með að síðasta uppsagnahrinan verði sett af stað í upphafi sumars.