fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þess vegna þarftu alltaf að hafa fulla einbeitingu við aksturinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt myndband sem tekið var á eftirlitsmyndavél í bifreið í Melbourne í Ástralíu er sönnun þess að ökumenn þurfa alltaf að hafa fulla einbeitingu við aksturinn.

Myndbandið sýnir þegar bifreið var ekið á unga stúlku sem hljóp út á götu í þann mund sem bifreið kom aðvífandi. Stúlkan slasaðist ekki alvarlega og má hún að líkindum teljast heppin.

Myndbandið var birt á fréttavef ástralska fjölmiðilsins News.com.au eftir að hafa birst fyrst í Facebook-hópnum Dash Cam Owners Australia.

Eins og myndbandið sýnir hafði ökumaðurinn lítinn tíma til að bregðast við en hann steig á bremsuna um leið og hann varð var við stúlkuna. Það dugði þó ekki til og fékk stúlkan þungt högg á sig.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hafa sumir gagnrýnt hegðun föður stúlkunnar sem barði í húdd bifreiðarinnar. Aðrir benda á að ökumaðurinn hafi augljóslega ekið of hratt miðað við aðstæður. Hraðinn hafi gert það að verkum að hann náði ekki að bregðast við og bremsa í tæka tíð.

Þá eru aðrir sem sjá báðar hliðar.

„Getum við hætt að einblína á pabbann sem barði í húddið og einblínt frekar á ökumanninn sem ók of hratt niður þessa þröngu götu. Skjót viðbrögð hans komu í veg fyrir að stúlkan slasaðist alvarlega af hans völdum.“

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en vakin er athygli á því að það kann að vekja óhug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?