fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Selja börn sín vegna fátæktar

Pressan
Mánudaginn 24. apríl 2023 08:00

Myndin sýnir liðsmann Talíbana með óbreyttum borgurum. Mynd: AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Talibanar komust aftur til valda í Afganistan hefur fjöldi þeirra landsmanna sem lifir í fátækt tvöfaldast. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna.

Nú lifa tæplega 34 milljónir landsmanna í fátækt að mati Þróunarhjálpar SÞ.

Íbúar landsins eru um 41 milljón og því lifa um 83% þjóðarinnar í fátækt.

2020 lifðu um 19 milljónir í fátækt.

Þróunarhjálpin segir að margir hafi neyðst til að selja heimili sín, jarðir og aðrar eignir til að verða sér úti um peninga. „Aðrir hafa gripið til þess ráðs að gera fjölskyldumeðlimi sína að verslunarvöru, gera börn að verkamönnum og ungar dætur að brúðum,“ segir í skýrslu Þróunarhjálparinnar.

Í kjölfar valdatöku Talibana lögðust flestar styrkveitingar erlendra ríkja til landsins af og hjálparsamtök hafa skorið starfsemi sína í landinu mjög niður.

Í desember lýstu Talibanar því yfir að konur megi ekki starfa fyrir hjálparsamtök í landinu og í byrjun apríl tilkynntu þeir að þetta bann nái einnig til afganskra kvenna.

Í kjölfarið hafa mannúðarsamtök dregið enn frekar úr starfsemi sinni í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar