Nú lifa tæplega 34 milljónir landsmanna í fátækt að mati Þróunarhjálpar SÞ.
Íbúar landsins eru um 41 milljón og því lifa um 83% þjóðarinnar í fátækt.
2020 lifðu um 19 milljónir í fátækt.
Þróunarhjálpin segir að margir hafi neyðst til að selja heimili sín, jarðir og aðrar eignir til að verða sér úti um peninga. „Aðrir hafa gripið til þess ráðs að gera fjölskyldumeðlimi sína að verslunarvöru, gera börn að verkamönnum og ungar dætur að brúðum,“ segir í skýrslu Þróunarhjálparinnar.
Í kjölfar valdatöku Talibana lögðust flestar styrkveitingar erlendra ríkja til landsins af og hjálparsamtök hafa skorið starfsemi sína í landinu mjög niður.
Í desember lýstu Talibanar því yfir að konur megi ekki starfa fyrir hjálparsamtök í landinu og í byrjun apríl tilkynntu þeir að þetta bann nái einnig til afganskra kvenna.
Í kjölfarið hafa mannúðarsamtök dregið enn frekar úr starfsemi sinni í landinu.