fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lýtalæknir grunaður um að hafa myrt lögfræðing

Pressan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 06:45

Tomasz Kosowski. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski lýtalæknirinn Tomasz Kosowski hefur verið kærður fyrir morðið á lögfræðingnum Steven Cozzi en lík hans hefur ekki fundist.

Sky News segir að saksóknarar segi að við leit á heimili Kosowski og í bíl hans hafi fundist blóð, rafbyssa, sprauta með lamandi efni og sterkt límband.

Cozzi hefur verið saknað síðan á þriðjudag í síðustu viku en þá hvarf hann frá lögmannsstofunni þar sem hann starfaði.

Lík hans hefur ekki fundist en lögreglan hefur blóð, myndbandsupptökur og önnur sönnunargögn sem tengja Kosowski við hvarf Cozzi og dauða hans að sögn saksóknara.

Kosowski neitar sök.

Lögreglan segir að veski, sími og lyklar Cozzi hafi fundist í lögmannsstofu hans auk mikils magns blóðs inni á baðherberginu.

Upptökur öryggismyndavéla sýna einhvern aka bíl Kosowski að lögmannsstofunni daginn sem hann hvarf. Ökumaðurinn fór inn í húsið og var með bakpoka og hanska og stóran kassa.

Tæpum tveimur klukkustundum virðist sami maður hafa komið út en í öðrum fötum. Hann dró stóran vagn á eftir sér og á honum var eitthvað í poka eða hulið teppi. Þetta var greinilega þungt og átti hann erfitt með að draga þetta að bílnum.

Bíllinn sást á eftirlitsmyndavél nærri heimili læknisins hálfri klukkustund eftir að honum var ekið frá lögmannsstofunni. Á upptökunni sést það sem virðist vera lík í poka eða hulið teppi á palli bílsins.

Cozzi var lögmaður fyrrum starfsmanns Kosowski og samstarfsmanns í langvarandi málarekstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug