fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Daniel segir að flöskutrixið geti sagt til um hvort makinn haldi framhjá

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 21:00

Daniel segir að þetta virki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega fátt sem hefur eins slæm áhrif á ástarsambönd og þegar sá grunur læðist að öðrum hvorum, eða jafnvel báðum aðilum, að makinn sé að halda áfram. Það getur verið erfitt að ákveða hvernig á að vinna úr þessum grun.

Margir enda með að leika leynilöggu í þeirri von að geta fundið sannanir fyrir meintu framhjáhaldi makans áður en málið er tekið upp við viðkomandi.

En Daniel Hentschel, sem býr í Los Angeles, hefur ákveðið ráð um hvernig sé hægt að komast að því hvort makinn sé að halda framhjá.

Mirror segir að hann segi að byrja eigi á að verða sér úti um „notaða vatnsflösku“. Hún má alveg eins koma úr verslun sem selur notaða hluti því þá getur kaupandinn verið viss um að hún sé notuð.

Hann segir að best sé að finna flösku sem geti „fræðilega séð tilheyrt hverjum sem er“ og hann leggur áherslu á að þessi aðferð virki bara ef makinn trúir því að flaskan sé annað hvort hans eða þín eign.

„Láttu eins og þú finnir hana í bílnum ykkar. Segðu þessa setningu: „Hérna er vatnsflaskan þín,“ segir hann í myndbandi, sem hann birti á TikTok.

„Ef viðkomandi hefur ekkert að fela segir hann eða hún: „Þetta er ekki flaskan mín. Ég veit ekki hver á hana. Viðkomandi játar að hann eða hún veit ekki hver á flöskuna af því að þú hefur fengið viðkomandi til að finnast að þú treystir honum/henni. En ef viðkomandi er að halda framhjá, mun hann/hún samstundis láta sem flaskan sé hans/hennar,“ segir hann.

Margir hylla þessa aðferð hans í athugasemdakerfinu og segja hana vera algjöra snilld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt