fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Pantaði hótelgistingu fyrir vinnuferðina – Áttaði sig fljótt á að þetta var ekki venjulegt hótel

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 21:00

Sylv.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sylv þurfti að fara í vinnuferð til Manchester þurfti hún að panta sér hótelgistingu. Það gerði hún en fyrir slysni pantaði hún sér gistingu á ansi „sérstöku“ hóteli.

Hún skýrði frá þessu á TikTok undir notendanafninu @sylv_mucis. Þar sagði hún að hún hafi verið að vinna við kvikmynd sem var verið að taka upp í borginni og hafi því fundið sér hótel þar.

Þegar vinnufélagar hennar spurðu hana hvar hún gisti urðu þeir orðlausir þegar hún sagði þeim það.

„Fyrir slysni þá bjó ég á kynlífshóteli í Manchester og ég verð að segja einhverjum frá þessu,“ segir hún í myndbandinu sem hún birti.

„Þegar ég var búin að tékka mig inn, beið ég eftir lyftunni. Þá komu tveir menn til mín, byrjuðu að tala við mig og mér fannst það fínt. Ég vil tala við hvern sem er. En þeir byrjuðu að segja: „Ó, vantar þig félagsskap á meðan þú ert hér? Verður mikið að gera hjá þér?“

„Fyrst hélt ég að þeir væru að reyna við mig en þegar ég lít til baka voru þeir kannski að bjóða ákveðna þjónustu, ég veit það ekki. Á hverri nóttu, sem ég gisti þarna, voru kynlífshljóð í steríó. Það var kynlíf í herberginu við hliðina á mér. Það var kynlíf í herberginu hinum megin við mitt. Það var kynlíf í herberginu fyrir ofan mig á hverri nóttu. Ég er ekki viðkvæm en þetta var aðeins of mikið fyrir mig,“ segir hún í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi