Hún skýrði frá þessu á TikTok undir notendanafninu @sylv_mucis. Þar sagði hún að hún hafi verið að vinna við kvikmynd sem var verið að taka upp í borginni og hafi því fundið sér hótel þar.
Þegar vinnufélagar hennar spurðu hana hvar hún gisti urðu þeir orðlausir þegar hún sagði þeim það.
„Fyrir slysni þá bjó ég á kynlífshóteli í Manchester og ég verð að segja einhverjum frá þessu,“ segir hún í myndbandinu sem hún birti.
„Þegar ég var búin að tékka mig inn, beið ég eftir lyftunni. Þá komu tveir menn til mín, byrjuðu að tala við mig og mér fannst það fínt. Ég vil tala við hvern sem er. En þeir byrjuðu að segja: „Ó, vantar þig félagsskap á meðan þú ert hér? Verður mikið að gera hjá þér?“
„Fyrst hélt ég að þeir væru að reyna við mig en þegar ég lít til baka voru þeir kannski að bjóða ákveðna þjónustu, ég veit það ekki. Á hverri nóttu, sem ég gisti þarna, voru kynlífshljóð í steríó. Það var kynlíf í herberginu við hliðina á mér. Það var kynlíf í herberginu hinum megin við mitt. Það var kynlíf í herberginu fyrir ofan mig á hverri nóttu. Ég er ekki viðkvæm en þetta var aðeins of mikið fyrir mig,“ segir hún í myndbandinu.