fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Bandaríkin höfðu betur í ostastríðinu gegn Frakklandi og Sviss

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 08:00

Bandaríkjamenn höfðu betur í ostastríðinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salatostur, ostateningar, hvítur ostur. Það eru mörg nöfn sem þessi ostur ber í heiminum en ef hann er ekki framleiddur á ákveðnu svæði á Kýpur eða Grikklandi má ekki selja hann undir nafninu „Fetaostur“ í aðildarríkjum ESB.

Svipuð staða var uppi í Bandaríkjunum en bara varðandi svissneska ostinn „gruyére“. En nýlega komst bandarískur dómstóll að þeirri niðurstöðu að orðið „gruyére“ sé almennt orð yfir ost og því ekki eingöngu hægt að binda notkun þess við osta sem eru framleiddir í Frakklandi og Sviss. The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem komi fram í dómnum þá hafi ostur, óháð framleiðslulandi, verið merktur og seldur sem gruyére í Bandaríkjunum áratugum saman.

Gruyére-osturinn er nefndur eftir svissneska bænum þar sem hann hefur verið framleiddur öldum saman. Helsta einkenni hans er að það eru engin göt á honum.

Það voru svissnesku samtökin Interprofession du Gruyére og samsvarandi samtök í Frakklandi, sem höfðu farið fram á að Gruyére yrði skráð í bandarísku vörumerkjaskrána. Markmiðið með þessu var að vernda orðið þannig að ekki væri hægt að nota þetta heiti á ost sem er framleiddur utan Frakklands eða Sviss.

Bandaríska vörumerkjaskráin neitaði að verða við þessu og því fóru samtökin með málið fyrir dóm í ársbyrjun 2022. Hann hefur nú staðfest neitun vörumerkjaskrárinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“
Pressan
Í gær

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð