fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Segja „sushi-hryðjuverkum“ stríð á hendur og ungmenni handtekin

Pressan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 21:14

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska lögreglan hefur handtekið þrjú ungmenni vegna „sushi-hryðjuverka“ en um er að ræða vinsælan hrekk, sem gjarnan er tekinn upp á myndband og deilt á samfélagsmiðlum.

Þessi alda hrekkja hefur orðið til þess að margir sushi veitingastaðir hafa ákveðið að hætta að nota færibönd til að færa viðskiptavinum sushi, enda óttast nú viðskiptavinir að átt hafi verið við mat þeirra.

Málið hefur haft þau áhrif að verð hlutabréfa í kaitenzushi-keðjunni hefur hríðfallið og eigendur sushi-staða hafa þurft að hugsa upp á nýtt hvernig þeir bera matinn fram.

Það var fyrir um mánuði síðan sem myndband vakti mikla athygli, Á því sést unglingur sleikja toppinn á opinni sojaflösku og alla brún tebolla áður en hann setur þetta aftur á sinn stað í hillunni.

Sumir hafa þó séð sér leik á borði að leika þetta eftir til að öðlast vinsældir í netheimum. Hvert myndbandið eftir öðru hefur verið birt þar sem sjá má fólk, oftast ungmenni eða unglingar, eiga við sushi á færiböndum.

Fleiri myndbönd fylgdu í kjölfarið þar sem fólk, oftast unglingar og ungmenni, eiga við matinn á færibandinu, svo sem með því að setja sígarettustubba í hann, hrækja á matinn, sleikja hann og hreinlega allt sem þeim dettur í hug.

Þessi alda hrekkja hefur vakið óhug í japan.

„Ég veit að fólk erlendis frá hlakkar til að borða sushi hérna svo sem japönsk manneskja þá skammast ég mín fyrir þetta hátterni,“ sagði ein kona í samtali við BBC.

Aðrir tóku fram að þeir væru farnir að hika við að fara á veitingastaði.

Hafa nokkrir veitingastaðir hótað að sækja gerendur hrekkjanna til saka en í gær lét lögreglan til sín taka og handtók þrjá aðila sem grunaðir eru um „sushi-hryðjuverk“.

Allir þrír hafa játað á sig brotin og einn hefur beðist afsökunar.

Sjá einnig: Bylgja „sushi-hryðjuverka“ skekur Japan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“