fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hver er Alina, fimleikadrottningin sem er ástkona Pútíns, barnsmóðir og einn helsti ráðgjafi?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 8. mars 2023 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Putin hefur í gegnum árin gert sitt ítrasta til að halda einkalífi sínu frá sviðsljósi fjölmiðlanna þótt það hafi gengið upp og ofan.

Eiginkonan og dæturnar tvær

Hann kvæntist Lyudmilu Aleksandrovna Ocheretnaya árið 1983 og eiga þau saman tvær dætur, Maria, fædda 1985 og Katerina, fædda 1986. Ekki er mikið vitað um dæturnar en Maria er áhrifamikil í viðskiptum, ekki síst fyrirtækjum á sviði heilsugæslu og lyfjaframleiðslu. 

Pútín ásamt eiginkonu sinni, Lyudmilu. 

Katerina er dansari sem hefur keppt í rokkdönsum á alþjóðavettvangi við góðan orðstír. Pútín mun hafa mikla trú á möguleikum yngri dótturinnar í stjórnmálum og telja sumir að Pútín sjái í henni arftaka sinn. 

Lyudmila sást sjaldan og lét lítið fyrir sér fara allt þar til hjónin skildu árið 2013. 

Pútín hafði þá þegar verið orðaður við Alina Kabaeva, sem hann mun eiga þrjú börn með og ef til vill fleiri en þau hafa aldrei gifst svo vitað sé. 

Alina er margverðlaunuð fimleikadrottning

Fimleikadrottningin

Alina er fædd 1983, sama ár og Pútín kvæntist Lyudmilu og því skilja rúmir þrír áratugir hjúin að.

Fjölskylda hennar er frá Úsbekistan og er faðir hennar nokkuð þekktur knattspyrnumaður. Hún byrjaði að æfa fimleika þriggja ára gömul.

Hún var aðeins barn að aldrei þegar hún var farin að raða að sér verðlaunum á mótum víða um heim og mun hafa verið 10-12 ára þegar að móðir hennar, Irina, flutti með hana til Moskvu til að æfa undir stjórn bestu fimleikaþjálfara landsins, meðal annars landsliðsþjálfara Rússlands. 

Það vakti sérstaka athygli þegar Pútín valdi Alinu sérstaklega sem kyndilbera fyrir Ólympíuleikana í Sochi.

Hún varð Evrópumeistari 15 ára gömul, yngst allra í liði Rússlands, og var það það upphafið að glæsilegum ferli.

Fáar fimleikakonur geta státað sig af sama árangri og Alina sem meðal annars hefur tvisvar sinnum verið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum, hefur 14 sinnum komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og 21 sinni á Evrópumótum. 

Stjórnmálaferillinn

Ferill hennar var þó ekki alveg flekklaus og mældist í henni ólöglega efnið Furosemide á móti í Ástralíu árið 2001.

Hún hefur alltaf neitað að hafa neitt ólöglegra efna og sagði að um mistök í apóteki hefði verið að ræða en engu að síður var hún sett í tímabundið keppnisbann og varð að skila verðlaunagrip sínum frá heimsmeistaramótinu í Madrid vegna málsins. 

Alina fékk eina æðstu orðu Rússlands fyrir afrek sín árið 2005 og var það enginn annar en Pútín sem nældi á hana orðuna.

Frá upphafi virtist neista á milli parsins þótt 31 ár skilji þau að.

Hún kvaddi fimleikaferil sinn árið 2008 og sneri sér að stjórnmálum með góðum árangri og var meðal annars kosin á þing auk þess að hlotnast fjölda eftirsóttra embætta innan rússneska stjórnkerfisins. Sem margir vilja meina að hafi gengið hraðar fyrir sig en eðlilegt megi teljast.

Snemma fór af stað orðrómur um að Pútin sýndi ungu konunni sérstaka athygli, þótt hann væri tæknilega enn kvæntur Lyudmilu, en þau höfðu þá ekki búið saman til fjölda ára. Voru þau Pútín og Alina jafnvel sögð trúlofuð. 

Annarra manna erótískar fantasíur

Á blaðamannafundi með þáverandi forseta Ítalíu, Silvio Berlusconi, var Pútín spurður hreint út hvort hann ætti í ástarsambandi við Alinu.

Firrtist Pútín við og sagði að annarra manna erótískar fantasíur kæmu honum ekki við og ætti fólk að hafa vit á að skipta sér ekki af einkamálum fólks sem það þekkti ekki.

Heimili parsins í Sviss mun vera ótrúlega glæsilegt.

En neistinn á milli Pútín og Alina fór ekki framhjá neinum, ekki síst eftir að Pútín valdi hana sérstaklega til að kveikja Ólympíueldinn á vetrarleikunum í Sochi árið 2014. 

Bæði Pútin og Alina hafa aldrei gefið neitt uppi um samband sitt en innan veggja Kremlar er pískrað um að Alina hafi mikil áhrif á einvaldinn og sé einn hans helsti ráðgjafi.

Hún hefur viðurkennt samband þeirra og segir Pútín hinn „fullkomna mann.”

Það er engu til sparað í höllinni í Sviss

Líf í felum – og lúxus

Alina hefur sjaldan gefið færi á viðtölum undanfarin áratug en í júlí 2013 sagðist hún engin börn eiga. Hún eignaðist aftur á móti dóttur á einkasjúkrahúsi í Sviss árið 2015, sem er örugglega dóttir Pútíns, og árið 2019 tvíburasyni, einnig í Sviss og eru því öll börnin svissneskir ríkisborgarar, sem veitir þeim ákveðna alþjóðlega vernd. 

Alina býr við lúxus í Sviss og hafa nýlega lekið út myndir af slotinu sem munu hafa gert Pútín ævareiðan og fékk víst fjöldi starfsmanna úr öryggisteymi forsetans reisupassann í kjölfarið.

Alina hefur ekki sést opinberlega í nokkur ár og ekki er vitað að til sé mynd af börnum þeirra né hvað þau heita. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?