fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þessar matvörur mega alls ekki fara í ísskáp

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sum matvæli eiga alls ekki að fara í ísskáp og skiptir þá engu þótt það virðist vera góð hugmynd að setja þau í ísskáp.

Mirror veitti góð ráð, í samvinnu við Good Householding Institute, um hvað á ekki að fara í ísskápinn.

Brauð á ekkert erindi í ísskáp því það þornar þá fljótt og verður ansi óspennandi. Það á að geyma það á köldum og þurrum stað, til dæmis í brauðkassa.

Melónur eiga ekki að fara í ísskápinn fyrr en búið er að skera þær. Þá þarf að pakka þeim inn í filmu og setja í ísskáp.

Bananar eru ávöxtur úr hitabeltinu og ekki vanir kulda. Þeir hafa því enga vörn gegn kuldanum í ísskápnum.

Tómatar eiga best heima í ísskáp er eflaust mat margra en það er ekki rétt. Ástæðan er að þegar tómatar eru kældir skemmist himnan inni í þeim og þá breytist áferðin og bragðið.

Kartöflur eiga alls ekki að fara í ísskáp því sterkjan í þeim breytist í sykurtegundir í kuldanum. Þegar kartöflurnar eru síðan soðnar eða bakaðar breytast þessar sykurtegundir  í bland við amínósýru í efnið akrýlamíð sem getur verið krabbameinsvaldandi.

Hunang byrjar að kristallast við lágt hitastig og í staðinn fyrir dásamlegt fljótandi hunang fær maður stífan og þéttan massa.

Lauk á að geyma á þurrum og dimmum stað sem loftar vel um en það má ekki vera kalt á honum. Þess utan berst laukbragð í önnur matvæli ef hann er geymdur í ísskápnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp