Mirror veitti góð ráð, í samvinnu við Good Householding Institute, um hvað á ekki að fara í ísskápinn.
Brauð á ekkert erindi í ísskáp því það þornar þá fljótt og verður ansi óspennandi. Það á að geyma það á köldum og þurrum stað, til dæmis í brauðkassa.
Melónur eiga ekki að fara í ísskápinn fyrr en búið er að skera þær. Þá þarf að pakka þeim inn í filmu og setja í ísskáp.
Bananar eru ávöxtur úr hitabeltinu og ekki vanir kulda. Þeir hafa því enga vörn gegn kuldanum í ísskápnum.
Tómatar eiga best heima í ísskáp er eflaust mat margra en það er ekki rétt. Ástæðan er að þegar tómatar eru kældir skemmist himnan inni í þeim og þá breytist áferðin og bragðið.
Kartöflur eiga alls ekki að fara í ísskáp því sterkjan í þeim breytist í sykurtegundir í kuldanum. Þegar kartöflurnar eru síðan soðnar eða bakaðar breytast þessar sykurtegundir í bland við amínósýru í efnið akrýlamíð sem getur verið krabbameinsvaldandi.
Hunang byrjar að kristallast við lágt hitastig og í staðinn fyrir dásamlegt fljótandi hunang fær maður stífan og þéttan massa.
Lauk á að geyma á þurrum og dimmum stað sem loftar vel um en það má ekki vera kalt á honum. Þess utan berst laukbragð í önnur matvæli ef hann er geymdur í ísskápnum.