Cierra Mistt og Brenda Orelus, sem eru báðar frá Bandaríkjunum, deila oft ráðum varðandi flugferðir á TikTok. Í einu slíku myndbandi segja þær að farþegar eigi frekar að nota pappírsþurrkur eða servíettur.
Cierra útskýrir þetta betur í myndbandi, sem ber heitið „Flywardess secrets You need to know“.
„Þegar þú ferð á klósettið í flugvél skaltu sleppa því að nota klósettpappír. Notaðu pappírsþurrkurnar í staðinn. Þær eru gæðameiri og rifna ekki eða leysast upp eins og klósettpappírinn,“ segir hún.
Brenda tekur undir þetta og segir farþegum að nota servíettur í staðinn og bendir á að þegar karlar standa og eru að pissa og vélin lendir í ókyrrð þá fari bunan út um allt, þar á meðal á klósettpappírinn.
„Ég ætla aldrei aftur að fljúga,“ skrifaði einn í athugasemd við myndband Brenda.
„Regla mín númer eitt er að maður á ekki að nota klósettið í flugvél,“ skrifaði annar.