fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Flugfreyjur segja þetta ástæðuna fyrir að ekki á að nota klósettpappír í flugvélum

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 18:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær flugfreyjur útskýrðu nýlega af hverju farþegar eiga ekki að nota klósettpappír þegar þeir þurfa að sinna kalli náttúrunnar um borð í flugvél.

Cierra Mistt og Brenda Orelus, sem eru báðar frá Bandaríkjunum, deila oft ráðum varðandi flugferðir á TikTok. Í einu slíku myndbandi segja þær að farþegar eigi frekar að nota pappírsþurrkur eða servíettur.

Cierra útskýrir þetta betur í myndbandi, sem ber heitið „Flywardess secrets You need to know“.

„Þegar þú ferð á klósettið í flugvél skaltu sleppa því að nota klósettpappír. Notaðu pappírsþurrkurnar í staðinn. Þær eru gæðameiri og rifna ekki eða leysast upp eins og klósettpappírinn,“ segir hún.

Brenda tekur undir þetta og segir farþegum að nota servíettur í staðinn og bendir á að þegar karlar standa og eru að pissa og vélin lendir í ókyrrð þá fari bunan út um allt, þar á meðal á klósettpappírinn.

„Ég ætla aldrei aftur að fljúga,“ skrifaði einn í athugasemd við myndband Brenda.

„Regla mín númer eitt er að maður á ekki að nota klósettið í flugvél,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana