fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þetta svarthol gæti gjörbreytt skilningi okkar á myndum vetrarbrauta

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 07:30

Teikning af svartholi. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur ævaforns risastórs svarthols, sem myndaðist aðeins 750 milljónum árum eftir Miklahvell, bendir til að það sé hugsanlega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ hvað varðar risastór skrímsli sem leynast í alheiminum.

Live Science segir að fundur þessa risastóra svarthols, frá árdögum alheimsins, geti bent til að það séu mörg þúsund fleiri svarthol, af svipaðri stærð,  í alheiminum en stjörnufræðingar vita ekki af hverju.

Umrætt svarthol er um 1 milljarði sinnum massameira en sólin okkar. Það er í miðju COS-87259 vetrarbrautarinnar sem myndaðist aðeins 750 milljónum árum eftir Miklahvell.

Svartholið, sem er enn að stækka, sást éta hluta af aðsópskringlu sinni og spýta afganginum frá sér á hraða sem var nærri ljóshraða. Svartholið virðist vera á sjaldgæfu millistigi þar sem það er enn að stækka.

Þetta gæti verið eitt af mörg þúsund risastórra svarthola sem til eru í elstu hlutum alheimsins að mati vísindamanna sem hafa birt rannsókn sína í Monthly Notices of The Royal Astronomical Society.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin