Live Science segir að fundur þessa risastóra svarthols, frá árdögum alheimsins, geti bent til að það séu mörg þúsund fleiri svarthol, af svipaðri stærð, í alheiminum en stjörnufræðingar vita ekki af hverju.
Umrætt svarthol er um 1 milljarði sinnum massameira en sólin okkar. Það er í miðju COS-87259 vetrarbrautarinnar sem myndaðist aðeins 750 milljónum árum eftir Miklahvell.
Svartholið, sem er enn að stækka, sást éta hluta af aðsópskringlu sinni og spýta afganginum frá sér á hraða sem var nærri ljóshraða. Svartholið virðist vera á sjaldgæfu millistigi þar sem það er enn að stækka.
Þetta gæti verið eitt af mörg þúsund risastórra svarthola sem til eru í elstu hlutum alheimsins að mati vísindamanna sem hafa birt rannsókn sína í Monthly Notices of The Royal Astronomical Society.