fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Geta hundar lifað án fólks?

Pressan
Laugardaginn 4. mars 2023 16:30

Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru oft sagðir vera bestu vinir mannsins enda eru þetta trú og dygg dýr sem veita mörgum ómetanlega ánægju og félagsskap. Þegar horft er í augu þeirra, sem eru oftast full aðdáunar á eiganda sínum, er ekki hægt annað en að hugsa með sér að þeir séu algjörlega bjargarlausir án okkar.  En geta þeir lifað án fólks?

Þessari spurningu var velt upp í grein á vef Live Science og sú mynd dregin upp að allt fólk hyrfi skyndilega en hundar yrðu eftir. Gætu hundar lifað af við slíkar aðstæður?

Jessica Pierce, hjá Center for Bioethics and Humanities við University of Colorado og höfundur bókarinnar „A Dog´s World: Imagining the Lives of Dogs in World without Humans“, sagðist ekki vera í neinum vafa um að hundar myndu lifa af án okkar. „Hundar eru afkomendur úlfa og þeir eru enn með mikið af hegðunarmynstri úlfa og annarra villtra hundategunda, svo þeir vita hvernig á að veiða og finna hræ,“ sagði hún.

Ef fólk hyrfi af sjónarsviðinu myndu hundar líklega hverfa aftur til fortíðar og lifa eins og villtar tegundir gera. Það myndu þó ekki allir hundar lifa þetta af. Ótrúlegur fjöldi hundategunda er til og sumar þeirra eru verr í stakk búnar til að takast á við lífið upp á eigin spýtur. Til dæmis glíma tegundir með flatt andlit oft við margvísleg heilsufarsvandamál, til dæmis sem gera öndun þeirra erfiða, sem myndu gera þeim erfitt fyrir við veiðar. Einnig standa tegundir með stutt skott illa að vígi því það kemur sér illa félagslega í samskiptum við aðra hunda. Pierce benti á að skottið sé mikilvægur hluti af af samskiptakerfi hunda og ef hundur eigi erfitt með að sýna tilfinningar sínar geti það leitt til slagsmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?