Það varð íbúum í fjölbýlishúsi í Haderslev í Danmörku til happs að einn íbúa hússins skrifaði færslu á Facebook um klukkan 22 á miðvikudagskvöldi einu í nóvember 2021. Í færslunni skrifaði hún að hún væri búin að kveikja eld í garnkassa sem hún var með í kjallaraíbúð sinni.
Þetta sá Facebooknotandi einn og hafði hann strax samband við lögregluna. Þegar hún kom á vettvang logaði eldur í íbúð konunnar.
JydskeVestkysten skýrir frá þessu og segir að nýlega hafi konan verið dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir íkveikjuna og fleiri brot.