Árið 1992 fannst 2.000 ára hlutur úr við í skurði fyrir utan Vindolana, sem er fornt rómverskt virki í norðurhluta Englands.
Hluturinn fannst samhliða nokkru magni af skóm, fatnaði, verkfærum og aukahlutum sem gerði það að verkum að fyrst var talið að um stopputól væri að ræða sem hefði verið notað til að stoppa í fatnað.
Mögulega fyrsta kynlífstækið frá tímum Rómverja
Nú hafa rannsakendur þó skipt um skoðun og skilgreint hlutinn sem útskorinn lim og mögulega er um að ræða fyrsta kynlífstækið sem fundið hefur verið frá tímum Rómarveldis.
„Þetta gæti vel verið kynlífstæki, og ef þetta er það þá er þetta fyrsta dæmið um slíkt frá Rómarveldi,“ sagði einn rannsakendanna Rob Collins í samtali við CNN.
„Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart. Við þekkjum það frá rómverskri list og rómverskum bókmenntum að þau notuðu gervilimi, að slíkt var til. En við höfum ekki fundið dæmi um það í fornleifagreftri hingað til.“
Líklegasta ástæðan fyrir því er talin vera sú að gervilimirnir hafi verið gerðir úr lífrænu efni sem brotnar fyrr niður í náttúrunni og því ólíklegt að slíkt tæki hafi varðveitts í tímans tönn.
Ef kenning rannsakenda reynist rétt þá gæti verið um að ræða fyrsta sönnunargagnið um rómversk kynlífstæki sem gefa fágætt tækifæri á því að greina hvernig tækin voru hönnuð, hvers vegna þau hafi verið útbúin og handa hverjum þau voru.
Umræddur gervilimur er um 16 sentimetrar að lengt en gæti þó hafa verið lengri þar sem viðurinn sem hann er úr er gjarn á að minnka.
Það er því mögulegt að um gervilim hafi verið að ræða en þó útiloka rannsakendur ekki önnur notagildi.
„Stærð limsins og sú staðreynd að hann er grafinn úr við vekur upp margar spurningar um notagildið til forna. Við getum ekki verið viss um til hvers hann var notaður.“
Til dæmis gæti hafa verið um lukkugrip að ræða. Rómverjar hafi átt það til að mála limi á flísar og gólf og sumir hafi jafnvel verið með slíka limi á hálsmenum. Limur var táknrænn og ekki alltaf í kynferðislegu samhengi heldur gat líka táknað heppni eða vald.
Önnur kenning er heldur óhuggulegri en hún er sú að limurinn hafi verð notaður til fyrir þrælahaldara til að sýna fram á kynferðislegt vald sitt yfir þrælum sínum, enda komi fram í rómverskum bókmenntum að þrælahaldarar hafi átt það til að nota kynferðisofbeldi gegn þrælum sínum.
Rannsakendur segja að sá sem hafi notað hlutinn hafi reglulega snert bæði neðsta hlutann og þann efsta en báðir hlutarnir voru vel notaðir og slípaðir til eftir ítrekuð not. Því gæti hluturinn hafa átt að festast á eitthvað á borð við styttu sem vegfarendur gætu snert til að öðlast lukku.
Jafnvel gæti hluturinn hafa verið notaður í eldamennsku eða til að mylja snyrtivörur eða læknajurtir.
Limurinn er nú til sýnis á Vindolanda safninu. Rannsakendur vonast til að finna önnur kynlífstæki frá tímum Rómverja í framtíðinni.