fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Setti heimsmet – Fór í Disneyland 2.995 daga í röð

Pressan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 22:00

Disneyland í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 byrjaði Jeff Reitz að leggja leið sína í Disneyland í Anaheim í Kaliforníu. Hann var atvinnulaus á þessum tíma og vildi brjóta daginn aðeins upp með því að fara út og hvíla sig á atvinnuleitinni.

En honum fannst greinilega svo gaman í Disneylandi að hann fór þangað dag eftir dag. Í átta ár, þrjá mánuði og þrettán daga missti hann ekki einn einasta dag úr.

Nú er hann kominn í Heimsmetabók Guiness fyrir þetta því enginn hefur farið eins oft í Disneyland óslitið. Heimsmetabókin tilkynnti nýlega að hinn fimmtugi Reitz væri nú komin á spjöld sögunnar. The Guardian skýrir frá þessu.

Los Angeles Times hefur eftir honum að honum hafi brugðið þegar hringt var í hann frá Heimsmetabókinni og honum tilkynnt um metið.

Hann sagðist hafa verið atvinnulaus 2012 og hafi byrjað að heimsækja skemmtigarðinn daglega, honum hafði verið gefinn ársmiði, til að brjóta daginn upp og hvíla sig á atvinnuleitinni.

Heimsóknirnar styrktu hann andlega og áður en hann vissi af var hann búinn að fara daglega í tvo mánuði. Þegar hann fór í sextugustu heimsóknina var garðurinn opinn samfleytt í sólarhring til að fagna hlaupaári. Þá hitti Reitz blaðamann sem fór síðan að fylgjast með færslu Reitz á samfélagsmiðlum en hann birti alltaf færslu þegar hann kom í Disneyland. Að lokum skrifaði hann grein um Reitz og þannig fór fólk að vita af honum.

Hann náði 2.995 dögum í röð en þá kom heimsfaraldur kórónuveirunnar til sögunnar og eyðilagði þetta fyrir honum því garðinum var lokað í rúmlega ár.

Hann varð að skipuleggja sig vel eftir að hann fékk vinnu. Hann fór þá stundum árla dags, seint á kvöldin eða þegar hann var í pásu í vinnunni.

Met hans verður líklega aldrei slegið því eftir að garðurinn var opnaður á nýjan leik þurfa gestir að panta aðgang fyrir fram og ekki er öruggt að hægt sé að verða við öllum pöntunum. Þá er lokað í nokkra daga í desember fyrir handhafa árskorta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu