fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Sauma þurfti rúmlega 1.000 spor í 6 ára stúlku eftir að hundur beit hana

Pressan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 21:00

Lily Norton. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega þurfti Lily Norton, 6 ára stúlka frá Chesterville í Maine í Bandaríkjunum, að gangast undir 12 klukkustunda aðgerð á sjúkrahúsi eftir að hundur beit hana í andlitið. Sauma þurfti rúmlega 1.000 spor frá augum hennar niður í kinnina. Hún þarf síðan að gangast undir fleiri aðgerðir.

Söfnun hefur verið hrundið af stað á GoFundme fyrir hana að sögn The Sun Journal sem hefur eftir CJ Pitcher, sem hratt söfnuninni af stað, að munnvatnskirtlar hennar virki ekki og að læknar hafi sagt að hún muni aldrei geta brosað aftur því vöðvarnir séu svo skaddaðir.

Lily liggur nú á gjörgæsludeild Boston Children‘s sjúkrahússins og verður þar áfram næstu daga. People segir að móðir hennar, Dorothy Norton, hafi sagt að Lily sé haldið sofandi því hún þurfi að anda í gegnum slöngu. Sagði hún að Lily hafði það gott að öðru leyti.

Hún sagði að Lily hafi verið heima hjá vinkonu sinni og hafi þær ætlað að fara að spila á spil og hafi Lily sest við borð. Vinkonan fór að sækja spilin en þegar hún kom aftur inn í herbergið hrópaði hún strax á móður sína því hundurinn var með kjaftinn utan um Lily. Þetta var hundur af pit bull tegund sem móðir vinkonunnar var að passa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?