fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Rússnesk stúlka teiknaði mynd í skólanum sem hafði afdrifaríkar afleiðingar – „Pabbi lögreglan náði mér næstum – Ég teiknaði mynd“

Pressan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 20:30

Faður stúlkunnar og myndin örlagaríka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung rússnesk stúlka á unglingsaldri fékk það verkefni í skóla sínum að teikna mynd til að styðja rússnesku hermennina sem eru að berjast í Úkraínu.

Stúlkunni hugnaðist ekki verkefnið og teiknaði í staðinn mynd til að mótmæla stríðinu. Teiknaði hún rússneska fánan og skrifaði á hann: „Nei við stríði“ og teiknaði úkraínska fánann þar sem á stóð „Dýrð sé Úkraínu“. Á myndinni mátti einnig sjá loftvörpur fljúga frá rússnesku hlið myndarinnar í átt að konu og barni á úkraínsku hliðinni.

Myndin hafði afdrifaríkar afleiðingar. Þegar kennari stúlkunnar sá myndina hringdi hann strax í lögregluna. Degi síðar var lögreglan og barnavernd komin í málið og á nú faðir stúlkunnar, sem er einstæður, yfir höfði sér fangelsisvist og hefur stúlkunni verið komið fyrir á munaðarleysingjahæli.

Ég teiknaði mynd

Faðirinn er sakaður um að hafa gert lítið úr rússneska hernum og fyrir að hafa brugðist dóttur sinni sem uppalandi.

Faðir stúlkunnar. Alexey Moskalev, er einstæður og starfaði við fuglarækt, en móðir stúlkunnar er ekki inn í myndinni.

Það var í apríl á síðasta ári sem þessi örlagaríki tími í myndmennt fór fram.

Alexey sagði í samtali við fjölmiðla:

„Myndmenntakennarinn hótaði dóttur minni strax og svo þegar lögreglumenn komu, að bíða eftir Masha [stúlkunni] við inngang skólann og báðu alla nemendur um að segja til nafns, vissi dóttir mín strax hvað væri í gangi. Henni tókst að lauma sér í gegn, hún gaf upp rangt nafn. Hún kom á harðahlaupum og móð heim og sagði – Pabbi lögreglan náði mér næstum – Ég teiknaði mynd. Hún var hrædd og ég lofaði henni að daginn eftir myndi ég fylgja henni í skólann og bíða þar til hún væri búin í öllum tímum.“ 

Alexey mætti svo með dóttur sinni í skólann og beið eftir henni á ganginum. Þegar skólastjórinn hafi svo séð hann þar hafi verið hringt á lögregluna sem mætti á svæðið ásamt fulltrúm frá barnavernd.

Málinu ekki lokið

Þar hafi Alexey verið yfirheyrður og svo kærður fyrir að gera lítið úr rússneska hernum fyrir færslur og athugasemdir sem hann hefði látið falla á samfélagsmiðlum. Hann var svo sektaður um 32 þúsund krónur fyrir athugasemd þar sem hann hafði skrifað: „Rússneski herinn. Nauðgarinn við hliðina á okkur.“

Um kvöldið hafi Masha sagt föður sínum að hún óttaðist að mæta í skólann. Hann hafi fullvissað hana um að það væri ekkert að óttast og hún hafi mætt. Skömmu síðar hafi Alexey fengið símtal frá einhverjum í skólanum og tilkynnt að hann yrði að koma þangað undir eins. Lögreglan hefði mætt og tekið Möshu úr skólanum.

„Ég klæddi mig og flýtti mér þangað. Ég mætti þar lögreglumönnum og spurði – Hvar er dóttir mín? Þeir svöruðu að það væri verið að yfirheyra hana.“

Honum hafi í kjölfarið verið sagt að hann væri að ala dóttur sína upp með röngum hætti og dóttir hans yrði tekin af honum og hann settur í fangelsi.

Beittur ofbeldi við yfirheyrslur

Masha hafi eftir þetta hætt að mæta í skólann. Svo á gamlársdag hafi lögreglan mætt til þeirra með leitarheimild.

Þeir hafi rústað heimilinu og stolið þaðan öllu lausafé – sparifé fjölskyldunnar. Þeir hafi tekið mynd af teikningu Möshu og svo fjarlægt hana af heimilinu. Alexey hafi verið hnepptur í varðhald og þar hafi hann verið beittur ofbeldi og svo yfirheyrðum klukkustundunum saman á meðan rússneski þjóðsöngurinn var spilaður á hæsta hljóðstyrk.

Lögreglan hafi svo sýnt Alexey athugasemd sem dóttir hans hafði skrifað á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði um börn sem væri að láta lífið í Úkraínu.

Alexey var svo sleppt og fékk hann dóttur sína aftur til baka. Hann á þó yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Hann óttast hvað verði um dóttur sína, verði hann sakfelldur. Hann átti að mæta til lögreglunnar þann 9. janúar en gerði það ekki. Lögreglan hafði upp á honum og er hann nú í haldi og dóttir hans komin á munaðarleysingjahæli þar sem hún mun vera þar til ákvörðun hefur verið tekin í máli föður hennar eða þar til móðir hennar finnst.

Heimildir: Meduza og Spektr

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi