fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Eitrað fyrir mörg hundruð skólastúlkum

Pressan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 08:00

Hver eitraði fyrir írönsku skólastúlkunum? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Án nokkurs fyrirvara veiktust mörg hundruð skólastúlkur í Qom og Borujerd í Íran og þurfti að leggja þær inn á sjúkrahús. Enn hefur ekki tekist að skýra hvað var að þeim eða af hverju það voru nær eingöngu stúlkur sem veiktust.

The Guardian segir að yfirvöld hafi nú staðfest að verið sé að rannsaka orðróm um að eitrað hafi verið fyrir stúlkunum í „hefndarskyni“ fyrir mótmælin sem hafa staðið yfir í landinu síðustu mánuði.

Younes Panahi, varamenntamálaráðherra, sagði að flest fórnarlömbin hafi þurft á „mildi meðferð“ að halda. Hann sagði að komið hafi í ljós að efni hafi verið notuð til að eitra fyrir stúlkunum, þó ekki kemísk efni eins og eru notuð í stríðsrekstri. Hann sagði að reynt hafi verið að hræða stúlkurnar frá að ganga í skóla og það virðist hafa virkað því eftir þetta hafa flestar stúlkur í skólum bæjanna hætt námi.

Homayoun Sameyah Najafabdi, sem á sæti í heilbrigðismálanefnd þingsins, staðfesti við The Guardian að vísvitandi hafi verið eitrað fyrir stúlkunum.

Fyrstu veikindin komu fram í lok nóvember en þá þurftu 18 stúlkur úr skóla í Qom að fá meðhöndlun á sjúkrahúsi eftir að þær fundu fyrir ógleði, höfuðverk, öndunarörðugleikum og óreglulegum hjartslætti. Í desember veiktust um 50 stúlkur, úr sama skóla, til viðbótar.

Engar fréttir hafa borist af dauðsföllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Í gær

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“