NRK segir að það hafi verið hópur göngufólks sem fann líkið í skóglendi nærri Sandsli í Bergen.
Lögreglan var kvödd á vettvang og sérfræðingar hennar sáu um vettvangsrannsókn áður en líkið var flutt á brott.
Talsmaður lögreglunnar sagði hugsanlegt að viðkomandi hafi verið látinn í rúmlega ár. Ekki er búið að staðfesta af hverjum líkið er en lögreglan segist hafa grun um það.
Eins og er, eru engin gögn komin fram sem benda til að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en lögreglan útilokar það ekki og vinnur að rannsókn málsins.