fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Háleynilegri skýrslu um uppruna COVID-19 lekið – Kom úr rannsóknarstofu

Pressan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 05:15

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög líklegt að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi sloppið út frá rannsóknarstofu í borginni Wuhan í Kína í árslok 2019 og hrundið heimsfaraldrinum af stað.

Þetta kemur fram í háleynilegri skýrslu frá bandaríska orkumálaráðuneytinu. The Wall Street Journal hefur komist yfir skýrsluna.

Þessi niðurstaða gengur þvert gegn því sem ráðuneytið hefur áður sagt en það hefur fram að þessu gefið í skyn að óljóst væri hvaðan veiran hafi borist.

Allt frá upphafi heimsfaraldursins hefur því verið velt upp hvort hugsast geti að hún hafi sloppið út frá rannsóknarstofu.

Almennt hefur borgin Wuhan verið nefnd sem upphafsstaður heimsfaraldursins en spurningin hefur verið hvort veiran hafi borist úr dýri á kjötmarkaði í borginni eða úr rannsóknarstofu þar í borg.

The New York Times fjallar einnig um málið og segir að upplýsingar, sem bandarískum leyniþjónustustofnunum hafa borist, bendi í ýmsar áttir hvað varðar uppruna faraldursins.

Kenningin um að veiran hafi borist frá kínverskri rannsóknarstofu nýtur stuðnings bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem hefur af „hóflegu öryggi“ komist að þeirri niðurstöðu að veiran hafi borist frá Wuhan Institut for Virologi. Þar er unnið við rannsóknir á ýmsum kórónuveirum.

The New York Times hefur eftir heimildarmönnum að heimildir orkumálaráðuneytisins um uppruna veirunnar, séu „frekar veikar“ og það sé því með „litlu öryggi“ sem komist hafi verið að niðurstöðunni um að veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi