Flaskan er lokuð og hefur verið frá upphafi nema hvað hann opnaði hana 1972 til að vökva aðeins.
Það var 1960 sem hann setti smá vatn og áburð í flöskuna. Hann lét síðan fræ plöntu sem heitir gyðingurinn gangandi síga niður í flöskuna með vír. Því næst lokaði hann flöskunni og kom henni fyrir í sólríku horni og lét móður náttúru sjá um hlutina með ljóstillífun.
Ljóstillífun sér um að raki og súrefni berist út í loftið frá plöntunum. Raki byggist upp og það rignir síðan á plönturnar. Lauf falla af þeim og rotna og framleiða kokdíoxíð sem plönturnar þurfa sem næringu.
Eins og áður sagði þá opnaði Lartimer flöskuna 1972 til að vökva plönturnar en síðan hefur hún verið lokuð og hvorki vatn né ferskt loft hefur borist inn í hana.
Biologiperformance skýrir frá þessu.