ScienceAlert skýrir frá þessu og segir að samkvæmt rannsóknum stjörnufræðinga hjá The International Astronomical Union Minor Planet Center, sem fylgist með öllum minni hlutum sólkerfisins, til dæmis halastjörnum, loftsteinum og tunglum, þá séu tungl Júpíters 12 fleiri en áður var talið. Þetta þýðir að tungl Júpíters eru 92 en Satúrnus er „bara“ með 83 tungl.
Stjörnufræðingarnir fundu þessu 12 „nýju“ tungl þegar þeir voru að leita að níundu plánetu sólkerfisins, sem oft er kölluð Pláneta 9, en í staðinn fundu þeir þessi áður óþekktu tungl á braut um Júpíter.
Það kann að virðast undarlegt að það sé núna fyrst sem stjörnufræðingar finna þessi tungl en ástæðan er að hlutir sem eru fjarri jörðinni eru mjög litlir, dimmir og erfiðir að sjá, sérstaklega við hliðina á Júpíter sem er stór og „skínandi“.