fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

NASA fann bestu sönnunina til þessa um vatn á Mars

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 07:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti nýlega myndir sem sýna ummerki eftir vatn á hörðu yfirborði plánetunnar.

Í rúmlega tíu ár hefur Marsbíllinn Curiosity verið á ferð um plánetuna og rannsakaða eitt og annað þar og tekið fjölda mynda. Nýlega gerði bíllinn merka uppgötvun í hlíðum fjallsins Mount Sharp en hann hefur verið á leið upp það síðustu átta árin.

Myndirnar sýna skýrar rákir í bergin í fjallshlíðinni. Vísindamenn hjá NASA töldu að Curiosity hefði fundið síðustu ummerkin um vatn en á leið upp fjallshlíðina fann hann enn fleiri ummerki.

Svona lítur þetta út. Mynd:NASA/JPL

 

 

 

 

 

 

NASA segir að rákirnar, sem sjást á myndunum, hafi myndast fyrir milljörðum ára þegar öldur vatns léku um bergið.

Svæðið, sem um ræðir, er svæði sem vísindamenn töldu vera mun þurrara en þau svæði sem áður hafa verið rannsökuð. Þessi uppgötvun kom þeim því í opna skjöldu.

Ashwin Vasavada, rannsóknastjóri Curiosity leiðangursins, segir að þetta séu bestu gögnin sem hafi fundist í öllum leiðangrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana