Í rúmlega tíu ár hefur Marsbíllinn Curiosity verið á ferð um plánetuna og rannsakaða eitt og annað þar og tekið fjölda mynda. Nýlega gerði bíllinn merka uppgötvun í hlíðum fjallsins Mount Sharp en hann hefur verið á leið upp það síðustu átta árin.
Myndirnar sýna skýrar rákir í bergin í fjallshlíðinni. Vísindamenn hjá NASA töldu að Curiosity hefði fundið síðustu ummerkin um vatn en á leið upp fjallshlíðina fann hann enn fleiri ummerki.
NASA segir að rákirnar, sem sjást á myndunum, hafi myndast fyrir milljörðum ára þegar öldur vatns léku um bergið.
Svæðið, sem um ræðir, er svæði sem vísindamenn töldu vera mun þurrara en þau svæði sem áður hafa verið rannsökuð. Þessi uppgötvun kom þeim því í opna skjöldu.
Ashwin Vasavada, rannsóknastjóri Curiosity leiðangursins, segir að þetta séu bestu gögnin sem hafi fundist í öllum leiðangrinum.