Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn The Guardian. Fram kemur að þær tegundir sem er eingöngu að finna á sérstökum svæðum, til dæmis mýrlendi eða kalkríku graslendi, hafi átt enn meira á brattann að sækja og hafi útbreiðsla þeirra dregist saman um 68%.
Það voru vísindamenn á vegum Butterfly Conservation sem gerðu rannsóknina. Þeir segja þörf á miklum breytingum til að hægt sé að snúa þeirri hörmulegu þróun sem á sér stað, hvað varðar fækkun skordýra, við.
Í rannsókninni kemur fram að tekist hafi að snúa óheillaþróuninni við hjá mörgum tegundum með markvissum verndaraðgerðum eða með því að flytja dýr af þessum tegundum á sérstök svæði. Á hinn bóginn haldi fiðrildi og önnur fljúgandi skordýr áfram að hverfa frá stórum hluta Bretlands.