fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Loftið í kringum þig hefur áhrif á taflmennskuna

Pressan
Laugardaginn 25. febrúar 2023 16:30

Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur skákmeistari vill helst tefla í mjög hreinu lofti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá getur loftmengun haft áhrif á taflmennsku þína, það er að segja ef þú teflir. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem tefla og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki sérstaklega góðir í skák og mega ekki við því að eitthvað hafi áhrif á getu þeirra.

ScienceAlert segir að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá hafi skákmenn gert fleiri mistök í keppnisskák ef magn örsmárra agna í lofti jókst um ákveðið magn. En ekki nóg með það, því mistökin urðu sífellt verri miðað við greiningu gervigreindarforrits sem var notað til að greina skákir.

Þegar magn öragna jókst um 10 µg/m3  jukust líkurnar á mistökum skákmanns um 2,1 prósentustig og stærð mistakanna jókst um 10,8%.

Juan Palacios, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að rannsóknin sýni að eftir því sem loftmengunin sé meiri, þeim mun fleiri mistök geri skákmenn og þau verði alvarlegri.

Í rannsókninni fylgdust vísindamennirnir með 121 skákmanni í þremur átta vikna skákmótum í Þýskalandi frá 2017 til 2019. Voru rúmlega 30.000 leikir þeirra greindir með aðstoð gervigreindarforrits sem lagði mat á hvern leik, fann bestu leikina og benti á mistök.

Á skákmótunum voru loftgæðin mæld innanhúss.

Rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Management Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana