Nú er ár síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu og virðast átökin engan endi ætla að taka.
Í tilefni dagsins komu stuðningsmenn Úkraínu fyrir ónýtum rússneskum skriðdreka fyrir framan rússneska sendiráðið í Berlín í Þýskalandi.
Þetta er liður í stærri aðgerðum en slíkum skriðdrekum er verið að koma fyrir í Þýskalandi, Litháen, Lettlandi og Eistlandi en um er að ræða táknrænan gjörning sem á að sýna að rússneskir skriðdrekar geti aðeins komist inn í Evrópu í gegnum Úkraínu sem sýningargripir.
Svipaður gjörningur hefur áður átt sér stað í Póllandi og í Tékklandi.
„Þetta ætti að senda Rússum skilaboð. Evrópa mun sjá þeirra sönnu liti í nærmynd. Eitthvað sem áður vakti ótta er nú merki um viðbjóð og fyrirlitningu,“ sagði varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Raznikov í yfirlýsingu.
„Fleiri Evrópubúar verða sannfærðir um að Rússland getur verið og mun verða sigrað á vígvellinum. Og það er betra að slagnum sljúki í Úkraínu svo þið þurfið ekki síðar að stöðva óvininn á ykkar heimavelli.“
Heimild fékkst fyrir gjörningnum í Berlín í nóvember þegar baráttufólk fór með málið fyrir dóm eftir að borgarstjórn hafði verið hikandi við að veita leyfið. Það voru tveir safnastjórar sem fóru fyrir málinu, þeir Enno Lenze og Wielan Giebel sem komu fyrst með hugmyndina í júní í fyrra eftir að fá innblástur frá sambærilegum gjörningum í öðrum borgum.
Fyrst taldi borgarstjórn að gjörningurinn myndi stofna öryggi Þýskalands í hættu sem og öryggi hjólreiðafólks, gangandi vegfarenda, ökumanna og fleiri. Það gæti einnig verið óþægilegt fyrir sýrlenska flóttamenn að sjá skriðdrekann.
Eins gæti þetta haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Þýskalands.
Sendiherra Úkraínu í Þýskalandi studdi við hugmyndina og sagði að með þessum hætti gætu Þjóðverjar horfst í augu við þá gífurlegu eyðileggingu sem stríðið hefur haft í för með sér.
A destroyed Russian tank has been placed in Berlin right in front of the Russian embassy.
Absolutely outstanding. An idea which I could have had.
Sehr gut!#Ukraine #Germany #Berlin pic.twitter.com/0duBPoefJa
— (((Tendar))) (@Tendar) February 24, 2023
A destroyed Russian tank placed opposite the Russian embassy in #Berlin.
📷: @ennolenze pic.twitter.com/quyL8AvMjE
— KyivPost (@KyivPost) February 24, 2023