Leikur grunur á að þeir hafi tekið íhluti úr mörg hundruð látnum einstaklingum og endurnýtt. CNN skýrir frá þessu.
Einn af læknunum er í gæsluvarðhaldi en hann er sakaður um misbeitingu valds og að hafa tekið við mútum. Hann er sakaður um að hafa tekið við íhlutum úr látnum einstaklingum, þar á meðal gangráðum, frá fjórum öðrum læknum. Þessir íhlutir voru teknir úr hinum látnu án leyfis frá aðstandendum þeirra.
Er hann sagður hafa gert 238 aðgerðir þar sem hann notaði íhluti sem höfðu annað hvort verið teknir úr látnu fólki eða ekki er vitað um uppruna. Þetta hefði getað haft banvænar afleiðingar fyrir sjúklingana.