Riley var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús.
Lögreglan segir að ekki hafi verið að sjá að hundurinn hafi verið þjónustuhundur en dætur Riley sögðu í samtali við Sky News að hundurinn, sem heitir Daisy, sé alltaf í sérstöku vesti ætluðu þjónustuhundum.
Hundar mega ekki fara um borð í lestir í Virginíu nema um þjónustuhunda sé að ræða eða ef þeir eru hafðir í búri.
Lögreglan vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyssins.