fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Báru kennsl á konu sem var myrt fyrir 30 árum – Dætur hennar eru enn ófundnar

Pressan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 20:30

Marina Ramos. Mynd:MOHAVE COUNTY SHERIFF'S OFFICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan  í Arizona í Bandaríkjunum bar nýlega kennsl á konu sem var stungin til bana 1989. Lík hennar fannst fatalaust og með fjölda stungusára á vegi í Arizona þann 12. desember 1989.

Lögreglan í Mojave County tilkynnti í síðustu viku að með DNA-rannsókn hafi tekist að bera kennsl á konuna. Hún hét Marina Ramos og var 28 ára þegar hún var myrt. Hún var búsett í Bakersfield í Kaliforníu.

Það voru fjórir ferðamenn sem fundu lík hennar á vegi nærri ríkjamörkum Arizona og Nevada í Mojave County. Þá var innan við sólarhringur síðan hún lést.

Svæðið, þar sem líkið fannst, er þekktur staður hvað varðar líkfundi. Vinsælt er að losa sig við lík þar að sögn lögreglunnar. Arizona Republic skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að Marina hafi horfið í ágúst 1989 ásamt tveimur dætrum sínum, Jasmin Maria Ramos sem var tveggja mánaða og Elizabeth Lisa Ramos sem var fjórtán mánaða.

Síðast sást til mæðgnanna í svartri bifreið. Karlmaður, af suðuramerískum uppruna, ók bifreiðinni. Aðeins er vitað að hann var kallaður Fernando. Voru þau sögð á leið til heimabæjar Fernando, Ontario í Kaliforníu en ekki er ljóst hvers eðlis samband Fernando og Marinu var.

Lögreglan segir að ættingjar Marina haldi fast í vonina um að Jasmin og Elizabeth séu á lífi. Ef svo er þá eru þær orðnar 33 og 34 ára.

Lögreglan hefur birt teikningu af Fernando en hún reynir að bera kennsl á hann. Talið er að hann hafi verið í kringum fertugt þegar Marina var myrt.

Teikning af Fernando. Mynd:MOHAVE COUNTY SHERIFF’S OFFICE

Nú er unnið að rannsókn á DNA-sýnum sem fundust á líki Marina. Ekki er útilokað að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi áður en hún var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu