Um þetta er fjallað í grein á vef Science Alert. Fram kemur að svo virðist sem Monet hafi málað myndir þar sem hann lét loftmengunina í borgunum fylgja með.
Það þarf ekki að eyða löngum tíma í að skoða sum málverka Claude Monet og Joseph Mallord William Turner til að sjá að þau eru þokukennd og óskýr.
Í nýrri rannsókn sýna vísindamenn fram á að verk Monet og Turner endurspegli veðurskilyrðin á þeirra tíma og þá loftmengun sem varð samhliða iðnvæðingunni. Á þeim tíma var loftmengunin aðallega tilkomin vegna sótagna frá kolabrennslu. Þær höfðu síðan áhrif á sólarljósið og skyggnið.
Út frá þessum upplýsingum rannsökuðu vísindamennirnir hvort þeir gætu spáð fyrir um hversu miklar mótsagnir mætti reikna með að sjá á 98 málverkum Monet og Turner.
Málverk Turner eru aðallega frá Englandi en Monet skipti á milli Parísar og Lundúna.
Vísindamennirnir segja að andstæðurnar á málverkum Monet passi við þá miklu mengun sem var í Lundúnum þegar hann málaði þau.
Science Alert segir að málverk Monet frá Lundúnum virðist endurspegla mengun af mannavöldum en málverk Turner af sólsetri frá 1815 endurspegli áhrif náttúrunnar á andrúmsloftið en þá hafi agnir frá eldgosinu í Tambora haft áhrif á litina á himninum og gert sólarlagið mun rauðara en venjulega.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.