fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ný bylgja fuglaflensu stefnir á Bretland og útlitið er slæmt

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 07:30

Ungur haförn drapst úr fuglaflensu Mynd/Gunnar Þór Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt þykir að ný bylgja fuglaflensu skelli á Bretlandseyjum í vor. Bretar hafa glímt við fuglaflensu síðustu mánuði en hún hefur lagt mikinn fjölda fugla að velli og miklum fjölda alifugla hefur verið slátrað vegna hennar.

The Guardian segir að sérfræðingar telji líklegt að þegar farfuglar koma til landsins á næstu vikum og mánuðum beri þeir fuglaflensuveiru með sér og ný bylgja skelli á og sé útlitið slæmt.

Núverandi fuglaflensufaraldur er af völdum H5N1 afbrigðis veirunnar en það á uppruna sinn í alifuglabúum í Asíu og hefur breiðst út um allan heim. Gegna sýktir farfuglar lykilhlutverki við að bera veiruna út.

Á Bretlandseyjum hafa 65 tegundir villtra fugla smitast á síðustu tveimur árum. Til dæmis drápust um 16.000 helsingjar á Solway Firth síðasta vetur og rúmlega fjórðungur kría í landinu drapst síðasta sumar. Á eyjunni Foula, einni Hjaltlandseyja, drápust 1.500 skúmar eða um 4% af öllum skúmum í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?