fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Vara við apótekum – Segja þau skipta lyfjum út fyrir fíkniefni

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 21:00

Fentanýl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hafa tugir þúsunda Bandaríkjamanna látið lífið af völdum fentanýls. Efnið er allt að 50 sinnum sterkara en heróín. Sannkallaður fentanýlfaraldur geisar í Bandaríkjunum.

Washington Post segir að fentanýlneysla sé nú það sem verður flestum Bandaríkjamönnum á aldrinum 18 til 49 ára að bana.

Los Angeles Times og vísindamenn við University of California skýrðu nýlega frá því að í venjulegum apótekum í Mexíkó sé farið að skipta venjulegum verkjalyfjum út með fentanýli og selja það án þess að viðskiptavinir viti hvað þeir fá í hendurnar.

Blaðamenn Los Angeles Times fóru í apótek í nokkrum bæjum í norðvesturhluta Mexíkó til að kanna hvað þeir myndu fá í hendurnar, hvort það væri það sama og stæði á innihaldslýsingu verkjalyfjanna.

17 lyf voru keypt  og voru þau öll send í greiningu á rannsóknarstofu. Af þeim reyndust 71% vera eitthvað annað en átti að vera í lyfjapakkningunum samkvæmt merkingum.

Í Tijuana reyndust verkjalyfin innihalda metamfetamín. Í Cabo San Lucas og San Jose´del Cabo reyndust þau innihalda fentanýl.

Chelsea Shover, ein af vísindamönnunum við University of California, sagðist ekki í vafa um að þetta muni kosta mannslíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana
Pressan
Fyrir 4 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi