fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Telja að hægt verði að nota hormónagjöf til að takast á við litla kynhvöt

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 20:00

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk, sem er með litla kynhvöt, gæti hafa gagn af því að vera sprautað með hormóni sem heitir kisspeptin. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þær sýna að það að sprauta fólk með þessu hormóni getur aukið kynhvötina.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að rannsóknin sé sú fyrsta sem sýnir að hormónið getur aukið virkni þeirra heilasvæða sem tengjast kynferðislegri örvun hjá báðum kynjum.

Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að sumar þeirra kvenna, sem fengu hormónið, hafi upplifað sig „meira sexý“ og að karlarnir hafi verið „ánægðari með kynlífið“ og hafi risið hold betur en áður þegar þeir horfðu á erótískar myndir en það var hluti af rannsókninni að þeir gerðu það.

44 ára karlmaður, sem sagðist hafa átt í erfiðleikum með að halda ástarsamböndum gangandi vegna þess hversu lítil kynhvöt hans var, eignaðist son eftir að maki hans varð barnshafandi í sömu viku og hann fékk hormóna. „Útkoman fyrir mig úr rannsóknin var eins góð og hugsast gat,“ sagði hann.

Kisspeptin er náttúrulegt hormón sem örvar losun annarra kynhormóna í líkamanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“