fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Landbúnaður, lyfjaframleiðsla og heilbrigðisþjónusta ýta undir fjölgun ofurbaktería

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 16:30

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mengun frá landbúnaði, lyfjaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu er mikil ógn við eina helstu grunnstoðir nútímalæknisfræði, sýklalyf. Það að mykja og önnur mengun rennur út í ár og vötn kyndir undir vöxt og viðgang ofurbaktería.

Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar sem hvetja til árvekni vegna þessa. The Guardian segir að í nýrri skýrslu, sem var gerð á vegum SÞ, komi fram að landbúnaður sé ein helsta uppspretta fjölónæmra baktería en það eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Ástæðan er ofnotkun lyfja í landbúnaði.

Mengun, sem berst út í ár og vötn frá lyfjaverksmiðjum, er einnig stór sökudólgur á þessu sviði sem og mengun sem berst frá heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisþjónustu.

Í rannsókninni kemur fram að mengun og skortur á hreinlæti í þriðja heimsríkjum sé ekki lengur eitthvað sem ríku löndin geta litið á sem eitthvað fjarlægt vandamál tengt fátæku fólki því þegar ofurbakteríur verða til, dreifa þær sér hratt og ógna heilsu fólks, einnig í ríku löndunum þar sem boðið er upp á góða heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana