Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar sem hvetja til árvekni vegna þessa. The Guardian segir að í nýrri skýrslu, sem var gerð á vegum SÞ, komi fram að landbúnaður sé ein helsta uppspretta fjölónæmra baktería en það eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Ástæðan er ofnotkun lyfja í landbúnaði.
Mengun, sem berst út í ár og vötn frá lyfjaverksmiðjum, er einnig stór sökudólgur á þessu sviði sem og mengun sem berst frá heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisþjónustu.
Í rannsókninni kemur fram að mengun og skortur á hreinlæti í þriðja heimsríkjum sé ekki lengur eitthvað sem ríku löndin geta litið á sem eitthvað fjarlægt vandamál tengt fátæku fólki því þegar ofurbakteríur verða til, dreifa þær sér hratt og ógna heilsu fólks, einnig í ríku löndunum þar sem boðið er upp á góða heilbrigðisþjónustu.