fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Eitruð karlmennska kyndir undir hættulegu aksturslagi

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 15:00

Skjáskot úr myndbandinu frá Securite Routiere/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri herferð franskra yfirvalda varðandi umferðarmenninguna þar í landi er tekist á við kynjatengda hegðun ökumanna. Er áhersla lögð á að eitruð karlmennska geti átt jafn stóran þátt í banaslysum á vegum landsins og hraðakstur, akstur undir áhrifum vímuefna og þreyta.

Í myndbandi, sem er hluti af herferðinni, sjást karlmenn þegar synir þeirra fæðast. Reynt er að draga upp þá mynd af þeim að þeir séu umhyggjusamir og viðkvæmir, sem sagt andstæður karlmannlegra staðalímynda.

„Hraði, áfengi, fíkniefni, þreyta . . . hvað ef við bætum karlmennsku við?“ Spyr franska umferðaröryggisráðið varðandi viðbót við listann yfir þá þætti sem leiða oftast til slysa á vegum landsins.

The Guardian segir að 78% þeirra sem létust í umferðarslysum í Frakklandi á síðasta ári hafi verið karlar. Af ökumönnum á aldrinum 18 til 24 ára, sem létust í slysum, voru 88% karlar.

Af þeim sem eru taldir hafa verið valdir að slysum voru 84% karlar og af ölvuðum ökumönnum, sem lentu í slysum, voru 93% karlar.

Skilaboðin í nýju herferðinni eru að karlar eru hvattir til að standa gegn félagslegum þrýstingi. „Þú þarft ekki að gera það sem fólk væntir af karlmanni,“ heyrist nýbakaður faðir segja við son sinn í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana