Þetta er stærsti lottóvinningur sögunnar. Skýrt var frá nafni hans nýlega en það verður að gera samkvæmt lögum Kaliforníuríkis að sögn The Guardian.
Castro gat valið á milli þess að fá alla vinningsupphæðina greidda út á 29 árum eða að fá 997,6 milljónir nú þegar. Hann valdi síðari kostinn.
Lottóið hélt fréttamannafund á þriðjudaginn. Castro hafnaði boði um að koma fram á honum. Fulltrúar lottósins lásu upp yfirlýsingu frá honum þar sem hann sagðist vera ánægður með að vinningurinn hans hafi aflað 156 milljóna dollara fyrir skóla í Kaliforníu.