fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Vann 2 milljarða dollara í lottó – Segist vera brugðið og himinlifandi

Pressan
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. nóvember síðastliðinn var Edwin Castro með allar tölurnar réttar í Powerball lottóinu í Kaliforníu. Vinningurinn var ekkert smáræði, eða 2 milljarðar dollara. Castro segir að honum hafi brugðið mjög við þetta en um leið verið himinlifandi.

Þetta er stærsti lottóvinningur sögunnar. Skýrt var frá nafni hans nýlega en það verður að gera samkvæmt lögum Kaliforníuríkis að sögn The Guardian.

Castro gat valið á milli þess að fá alla vinningsupphæðina greidda út á 29 árum eða að fá 997,6 milljónir nú þegar. Hann valdi síðari kostinn.

Lottóið hélt fréttamannafund á þriðjudaginn. Castro hafnaði boði um að koma fram á honum. Fulltrúar lottósins lásu upp yfirlýsingu frá honum þar sem hann sagðist vera ánægður með að vinningurinn hans hafi aflað 156 milljóna dollara fyrir skóla í Kaliforníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni