Írinn Jasper Kraus fannst liggjandi í eigin blóði með heljarinnar sár aftan á kálfa á öðrum fætinum. Rannsókn hefur leitt í ljós að andlát hans megi rekja til þess að óður hæna af gerðinni Brahma réðst á hann.
Dóttir mannsins sagði við rannsókn málsins að hún hafi fundið blóðug spor sem leiddu að hænsnakofanum. Grunaði hana þá umrædda hænu um verknaðinn, en sú hafði áður ráðist að dóttur hennar. Hænan reyndist vera með blóðugar klær þegar hún vitjaði hennar.
Viðbragðsaðilar reyndu endurlífgun þegar þeir komu að Jasper en án árangurs. Jasper hafði verið heilsuveill og hafði verið í meðferð við krabbameini en var í bata. Hann var þó á mikið af lyfjum á þessum tíma.
Talið er líklegt að blóðmissirinn hafi leitt til þess að hjarta Jaspers gaf sig.