fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Var hún annað fórnarlamb Black Dahlia morðingjans? – Leikkonan sem hvarf sporlaust eftir að hafa logið að fjölskyldu sinni

Pressan
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 22:09

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur í gegnum tíðina verið fjallað um morðið á leikkonunni Elizabeth Short, sem síðar hlaut viðurnefnið Black Dahlia. Elizabeth fannst látin í janúar árið 1947 og hefur morðið valdið miklum heilabrotum í gengum tíðina og orðið innblástur að fjölda bóka og kvikmynda í gegnum tíðina.

Elizabeth var lýst sem upprennandi stjörnu sem hafi átti þó eftir að fá stóra tækifærið sitt, og er það líklega ástæðan fyrir því að margir hugsuðu til hennar þegar önnur leikkona, Jean Spangler, hvarf sporlaust tveimur árum síðar.

Sjá einnig: Lík í tveimur hlutum og ekkert blóð – Hver myrti Elizabeth?

Jean Spangler fæddist árið 1923 og fluttist sem barn með fjölskyldu sinni til Los Angeles. Hún giftist árið 1942 manni að nafni Dexter Benner og átti með honum dótturina Christine. Hjónabandið var þó óhamingjusamt og héldu þau í sitt hvora áttina árið 1946 og tókust í kjölfarið á í harðri forræðisdeilu. Jean sakaði fyrrum eiginmann sinn um grimmd og hann sakaði hana á móti um að hafa meiri áhuga á því að djamma heldur en að vera foreldri. Hann endað með að fá tímabundna forsjá og meinaði Jean að sjá dóttur sína. Áfram tókust þau fyrir dómstólum og svo fór að Jean fékk fulla forsjá árið 1948.

Sama ár fékk Jean fyrsta hlutverk sitt í Hollywood, en hún var aukaleikari í kvikmyndinni The Miracle of the Bells. Í kjölfarið fékk hún fleiri tækifæri í aukaleik og í október árið 1949 hafði hún nýlega lokið tökum í kvikmyndinni Young Man with a Horn þar sem hún lék í atriði á móti unga leikaranum Kirk Douglas.

Á þessum tíma bjó Jean með móður sinni og dóttur. Mágkona hennar var einnig í heimsókn, en hún var ekkja eftir að bróðir Jean lét lífið í stríðinu.

Hvarf sporlaust

Þann 7. október 1949 sagði Jean að hún þyrfti að skreppa út til að hitta fyrrverandi eiginmann sinn. Hún bað mágkonu sína að passa dótturina, en móðir hennar var í ferðalagi. Jean sagði að fyrrverandi maður hennar væri orðinn seinn með meðlagsgreiðslur og ætluðu þau að ræða það saman. Því næst færi hún í næturtækur á nýrri kvikmynd og kæmi því seint heim. Tveimur klukkustundum hringdi hún heim og lét vita að hún yrði alla nóttina við tökur. Hún ræddi bæði við mágkonu sína og dóttur í því símtali.

Þetta var það seinasta sem fjölskyldan heyrði frá Jean. Hún skilaði sér aldrei heim aftur og morguninn eftir hafði mágkona hennar samband við lögreglu.

Lögreglan reyndi að komast að því hvað hafi orðið um Jean og leitaði því að tökustað kvikmyndarinnar sem hún hafði verið að leika í. Ekkert kvikmyndafyrirtæki kannaðist við að hafa ráðið Jean í neinar tökur þessa nótt. Svo þegar rætt var við fyrrverandi eiginmann hennar kannaðist hann heldur ekkert við að hafa mælt sér mót við hana. Þau hefðu ekki talast við í nokkrar vikur. Hann hefði varið kvöldinu sem Jean hvarf með nýju eiginkonu sinni.

Tveimur dögum síðar fannst handtaka Jean í Griffith garðinum sem var í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili hennar. Höldurnar á töskunni voru rifnar líkt og einhver hafi reynt að hrifsa töskuna af henni. Lögreglan kembdi garðinn í leit að frekari vísbendingum en fann engar.

Jean Spangler’s purse was discovered.

Kirk Douglas hafði sjálfur samband við lögreglu

Í tösku Jean fannst miði sem hún hafði skrifað og þar stóð: Kirk: Ég get ekki beðið lengur. Ætla að hitta Scott læknir. Það er best að gera þetta svona á meðan mamma er að heiman.“

Svo virtist sem að hún hefði ekki lokið við skrifin þar sem nafn hennar hafði ekki verið skráð neðst á miðann.

Móðir Jean kannaðist við að einhver maður að nafninu Kirk hafi sótt dóttur hennar á heimili hennar í tvígang, hann hefði þó í bæði skiptin beðið í bílnum fyrir utan. Fljótlega fóru fjölmiðlar að gera tenginguna milli þess Kirk sem var nefndur í miðanum og leikarans Kirk Douglas.

Kirk Douglas las um þetta í fjölmiðlum og hafði sjálfur samband við lögreglu og tók fram að hann þekkti Jean ekki. Hann hefði rætt lítillega við hana við tökur en ekkert hitt hana fyrir utan vinnuna. Hann hefði jafnframt verið allt annars staðar kvöldið sem hún hvarf.

Ein vinkona Jean gaf sig þá fram og tilkynnti lögreglu að Jean hefði trúað sér fyrir því að hún væri þunguð. Fór lögreglu þá að gruna að Jean hafi þetta kvöld logið að fjölskyldu sinni því hún ætlaði að leita til læknis og fara í ólöglegt þungunarrof.

Möguleg tengsl við Black Dahlia

Lögregla fór því að leita allra lækna sem báru eftirnafnið Scott en enginn kannaðist við að hafa hitt Jean, sem er svo sem ekki skrýtið ef þeir framkvæmdu á henni ólöglegt þungunarrof. En þó taldi lögregla þarna að líklega væri nafnið Scott dulnefni enda færu fæstir læknar að nota sitt eigið nafn við svona ólöglegar aðgerðir. Mögulega væri þarna hreint ekki læknir á ferðinni heldur læknanemi, hjúkrunarfræðingur eða læknir sem ekki væri lengur starfandi með hefðbundnum hætti.

Var það kenning lögreglu þegar þarna var komið við sögu að Jean hefði látið lífið í þungunarrof og hefði sá aðili sem framkvæmdi aðgerðina losað sig við líkamsleifarnar. Þetta útskýrði þó ekki hvernig taska hennar endaði í áðurnefndum garði.

Önnur kenning var sú að hvarf Jean tengdist undirheimum í Hollywood, mögulega mafíunni og jafnvel morðingja Black Dahliu. Lögregla rannsakaði möguleg tengsl við mann sem var þekktur sem Doc sem stundaði sömu skemmtistaði og Jean, en sá var þekktur fyrir að framkvæma þungunarrif án endurgjalds. Þeim tókst þó aldrei að bera kennsl á þann mann.

Sumir hafa tengt þennan dularfulla Doc við mann sem var grunaður um að vera Black Dahliu morðinginn. Sá maður hét George Hodel. Sonur hans, Steve Hodel, hefur stigið fram og lýst þeirri trú sinni að faðir hans hafi verið Black Dahlia morðinginn og telur hann einnig hafa myrt Jean.

Þessu til stuðnings mætti nefna að taska Jean fannst aðeins nokkrum kílómetrum frá heimili George.

Þetta er þó erfitt að sanna því George er látinn og hvorki hefur fundist tang né tetur af Jean síðan hún hvarf.

George Hodel

Þremur vikum eftir hvarf Jean var lögreglan komin ofan í öngstræti með rannsókn sína. Rannsóknarlögreglumaður lét hafa eftir sér að það eina sem þeir hafi í raun komist að um Jean var að hún hefði ekki verið við eina fjölina felld, en þeir höfðu tengt hana við fjölda karlmanna, skemmtistaðaeigendur, leikara og glæpamenn.

Jean hafði verið að hitta mann sem hét David Ogul sem var lífvörður frægs mafíósa, Mickey Cohen. David hvarf tveimur dögum á undan Jean og giskuðu því margir á það að þau hefuð látið sig hverfa saman. Þó hefur verið bent á að líklega tengist þau hvörf ekki neitt, David hafi líklega verið myrtur sökum þess að hann hafi svikið félaga sína í mafíunni og rætt við lögreglu og ólíklegt þótti að Jean hefði látið sig hverfa að sjálfsdáðum frá ungri dóttur sinni sem hún hafði barist með kjafti og klóm fyrir að fá forsjá yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi