Í síðustu viku var Michael Glazebrook, 67 ára, fundinn sekur um að hafa myrt Sona og nauðgað henni. Hún var þrítug þegar hún lést.
Michael var ákærður fyrir morðið 1982 en var sýknaður því kviðdómur komst ekki að samhljóða niðurstöðu. En nú var hann sakfelldur.
Sasha Stone, dóttir Sonia, sagði í samtali við KSBW að fjölskylda hennar hafi beðið lengi eftir þessum degi.
People segir að málið hafi verið tekið til rannsóknar á nýjan leik 2020. Þá hafi verið beitt nýjum rannsóknaraðferðum, sem voru ekki til þegar málið var til rannsóknar á sínum tíma, að sögn saksóknara í Monterey County.
Saksóknarinn sagði að Sonia, sem var einstæð móðir, hafi verið kyrkt þann 15. október 1981 á meðan dóttir hennar var í skóla. Bakdyrnar voru ólæstar og telur lögreglan að Michael hafi komist inn um þær. Engin ummerki voru um innbrot.
Talið er að Sonia hafi verið nýkomin heim þegar Michael réðst á hana, nauðgaði og myrti. Hún var enn í jakkanum sínum og með veskið sitt þegar hún fannst.
Michael var nýkvæntur á þessum tíma og hafði flutt inn í hús, gegnt heimili Sonia, nokkrum mánuðum áður.
Dómari tilkynnir um refsingu Michael í lok apríl.