Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, voru fundnir sekir um að hafa stolið gaskútum í Omdurman, sem er fjölmennasta borg landsins. Þeir voru einnig dæmdir í þriggja ára fangelsi og til að greiða sem nemur um hálfri milljón króna í sekt.
Herinn tók völdin í landinu fyrir 15 mánuðum en í kjölfar valdaránsins fór jafnvægið í landinu úr skorðum og þróunin í átt til lýðræðis stöðvaðist.
Mennirnir eru nú í Koper-fangelsinu þar sem þeir verða aflimaðir en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert.