fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar um hinn grunaða í Idaho-morðmálinu – Hegðun hans skömmu fyrir morðin vakti áhyggjur

Pressan
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 22:00

Þau voru myrt um miðja nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpum tveimur vikum áður en fjórir stúdentar voru stungnir til bana í bænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum var Bryan Kohberger, sem er grunaður um að hafa myrt stúdentana, kallaður á fund yfirstjórnar háskólans.

Fundurinn snerist um „vaxandi áhyggjur af hegðun hans“ segir The New York Times.

Meðal þess sem hafði vakið áhyggjur var að Kohberger, sem er 28 ára, hafði elt eina stúdínu út úr húsi og að bíl hennar. Þetta vakti mikla vanlíðan hjá henni.

Hann hafði einnig lent í deilum við einn prófessorinn og margir nemendur höfðu kvartað undan einkunnagjöf hans en hann sinnti kennslu við skólann samhliða því að stunda doktorsnám.

Á fundinum var ákveðið að grípa til aðgerðaáætlunar en það kom að litlu gagni því hegðun Kohberger breyttist ekki.

11 dögum eftir fundinn, þann 13. nóvember, fundust fjórir stúdentar myrtir á heimili sínu í Moscow. Þetta voru þrjár konur og einn karl. Þau stunduðu öll háskólanám við Idaho-háskóla.

Bryan Kohberger er grunaður um hrottalegt morð á fjórum háskólanemum

 

 

 

 

 

 

 

Í desember var Kohberger síðan rekinn úr vinnunni eftir að hafa aftur lent í deilum við prófessorinn og hann var einnig handtekinn vegna morðmálsins. Hann neitar sök.

Það voru eftirlitsmyndavélar nærri heimili stúdentanna sem skiptu sköpum varðandi handtökuna. Á þeim sést hvítur fólksbíll sem reyndist vera Hyundai Elantra. Þegar lögreglumenn skoðuðu ökuskírteinaskránna sáu þeir að útlit eiganda bifreiðarinnar passaði að hluta við þá lýsingu sem sjónarvottur hafði gefið á morðingjanum.

Lögreglumenn náðu í rusl í ruslatunnuna heima hjá foreldrum Kohberger og reyndust DNA, sem var á því, passa við DNA, sem fannst á morðvettvanginum. Það DNA fannst á hnífsslíðri sem morðinginn gleymdi á rúmi eins fórnarlambsins.

Ekki er vitað af hverju stúdentarnir voru myrtir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin