Ballettstjórinn Marco Goacke fer fyrir virtum þýskum ballett og hefur honum nú settur í ótímabundið leyfi og sætir lögreglurannsókn eftir að hann brást heldur harkalega við slæmri umsögn gagnrýnanda.
Blaðakonan og gagnrýnandinn Wiebke Hüster skrifaði harða gagnrýni um sýningu sem Goecke fór fyrir sem kallaðist In the Dutch Mountains. Hún sagði að það að horfa á sýninguna væri líkt og að vera keyrður í andlegt þrot og drepinn úr leiðindum.
Þetta var Goacke ekki ánægður með svo þegar hann rak augun í Hüster á annarri sýningu sem hann fór fyrir gekk hann að henni, náði í poka með hundaskít upp úr vasa sínum og klíndi framan í hana.
Hüster sagði í samtali við BBC að hún hefði verið slegin eftir þessa hrottafengnu árás.
„Þegar ég áttaði mig á því hvað var að gerast þá öskraði ég, ég fór í algjört kvíðakast. Ég get fullvissað ykkur að þetta var ekki gert af hvatvísi. Hann hafði planaða þetta. Ég lít á þetta sem árás gegn fjölmiðlafrelsi,“ sagði hún.
Goecke segir að hann líti svo á að harðorð gagnrýni Hüster hafi valdið því að Hanover Óperuhúsið, þar sem hann starfar, hafi misst velunnara og þegar hann vék sér að henni sagðist hann ætla að banna hana frá óperuhúsinu.
Hanover óperuhúsið segir að Goecke hafi verið settur í ótímabundið leyfi þar sem hátterni hans stríði gegn reglum fyrirtækisins. Hann hafi komið áhorfendum, gestum og almenningi í ójafnvægi og skaða orðspor ballettsins.
Mun málið vera komið inn á borð lögreglunnar en tímaritið The FAZ sem Hüster starfar fyrir kallað atvikið „tilraun til að ógna frelsi okkar til að gagnrýna listir.“